sunnudagur, september 10, 2006

Penetreitor

Var að koma af einni bestu leiksýningu sem ég man eftir. Hún var átakanlega góð!
Leikritið var sýnt í sjóminjasafninu og leikið af þrem leikurum sem voru að útskrifast úr Listaháskólanum. Þegar maður gekk inn í salinn gekk maður í gegnum sviðið sem var frekar töff, og var maður því strax kominn inn í leikritið. Leikritið fjallaði um tvo stráka sem bjuggu saman, drukku og dópuðu og rúnkuðu sér. En allt er þegar þrennt er og þriðji karakterinn kom inn og sást strax að hann var greynilega geðveikur.
Verkið var mjög hrátt og var maður í næstum átakanlega miklum tengslum við leikarana í gagnum all verkið. Maður gekk í gegnum allan skalann, fyrst var þetta ýkt skemmtilegt og fyndið en allt í einu háalvarlegt. Leikurinn var ólýsanlega góður, og þegar þeir komu að hneigja sig þá voru þetta bara engan veginn sömu menn. Söguþráðurinn var ýkt áhrifaríkur og ég bara á ekki til orð

ég segi nú bara HALELÚJA og bíð ýkt spennt að sjá meira frá þeim


góða nótt
-Rósa

5 Comments:

Blogger B said...

penetretor smenidreidor.

Viltu Finna Milljón er eina sýningin sem eitthvað vit er í.

11 september, 2006 10:27  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha

11 september, 2006 10:35  
Anonymous Nafnlaus said...

eitt: hverjir voru tetta?
annad: ekkert vera ad segja mer spirulinan se a islandi (pina teas)

avla

12 september, 2006 13:00  
Blogger rosaomars said...

1. Jörundur. Stefán Hallur. og Vignir Rafn. Hétu þeir.

2. Já vala mín ég er bara ekkert búin að tala við þig svo lengi!

3. þetta komment hjá þér er eitthvað rosalega fyndið!

4. Ég sakna þín litla veils!

5. bæ

12 september, 2006 14:14  
Blogger rosaomars said...

1. Jörundur. Stefán Hallur. og Vignir Rafn. Hétu þeir.

2. Já vala mín ég er bara ekkert búin að tala við þig svo lengi!

3. þetta komment hjá þér er eitthvað rosalega fyndið!

4. Ég sakna þín litla veils!

5. bæ

12 september, 2006 14:14  

Skrifa ummæli

<< Home