þriðjudagur, mars 13, 2007

Skápabarsmíði

Í dag hélt ég að það yrði leiðinlegur dagur. En svo tók hann umskiptum og breyttist í þennan æðislega dag. Skemmtilegt þegar svona gerist.

Áðan gerðist átti ég í samræðum við litla bróður minn...:

Bjarki: Rósa..Hefur þú verið svo rosalega skotin í einhverjum að þú bara ræður ekki við þig og bara lemur svona í þennan skáp (hann lemur í skáp)
Rósa: ertu svona rosalega skotinn í einhverjum?
Bjarki: já ég er bara... (gefur frá sér eitthvað ókunnugt hljóð)
Rósa: nú en gaman, og er hún skotin í þér?
Bjarki: nei því miður, en hún verður það. En ég bara ræð ekki við mig og ég er búin að lemja í þennan skáp þangað til ég fékk illt í litla puttann.
Rósa: Nú og hverjum ertu svona rosalega skotinn í?
Bjarki: Dakotu Fanning


börn og ástin.. eeeen sætt.


En nú ætla ég að fara að gera eitthvað skemmtilegt
-Blessaður Daníel

6 Comments:

Blogger B said...

ÆÆÆÆ UNGI

13 mars, 2007 21:37  
Blogger saranassim said...

hahaha gúúúúríí!!

14 mars, 2007 18:06  
Blogger B said...

já og ps fyndið að segja blessaður daníel

BLLLEEESSSAÐUR DANÍEL

15 mars, 2007 00:07  
Anonymous Nafnlaus said...

váááá en ótrúlega mikið gúrí mandúrí!

15 mars, 2007 15:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Dakota Fanning er líka algkör stjarna!

ég efast ekki um að þau munu ná saman í komandi frammtíð.

skilaðu til Bjarka að allt getur gerst og hún á örugglega eftir að falla niður flöt þegar hún sér hann;)

-ragna spámaður

p.s. ég skrifaði einu sinni astarbréf til Josh Hartnett þar sem ég játaði fyrir honum mína ósviknu ást..(ég er enn að bíða eftir játningu hans á móti)

16 mars, 2007 13:50  
Anonymous Nafnlaus said...

angantýr

19 mars, 2007 00:16  

Skrifa ummæli

<< Home