mánudagur, nóvember 13, 2006

mánudagur til mæðu

Jájá, ég átti hina líka fínustu helgi. Líf mitt er búið að líkjast lífi grísk keisara til fórna (fyrir utan kannski misnotkun á ungum drengjum). Helgin einkenndist af miklu sukki.

Á föstudaginn átti ég langar og mjög skemmtilegar umræður um sjálfsfróun kvenna (sem setti einn strák aaalveg útaf laginu), dansaði svo af mér rassgatið og innihélt of mikið magn af áfengi.
Laugadaginn byrjaði ég á Hótel Holti að drekka dýrasta chardonei hvítvínið í húsinu og ýmsa aðra dýra drykki, einnig hlustaði ég á samræður sem voru engu líkar.. þetta var það surrealískasta sem ég hef lent í á ævinni.. Svo var dansað niðrí bæ og allt það sem maður gerir, þið vitið

Ég var að komast að því að í kringum mig er alveg rosalega mikið um svartan bisness og ýmsa aðra spillingu. Ég er farin að smíða mér örk, því ég býst við syndaflóði bráðum.
hér er teikningin:













það er pláss fyrir tvo í viðbót..hver vill??


Þetta er sko ekkert sniðugt, og nú verður að setja aftur í dugnaðar gírinn. kemst ekki hjá því. Í dag var morgun æfing og svo óvænt aukaæfing fyrir mig og Berglindi þar sem okkur var þrællt út. Svo er ég að fara á æfingu núna frá hálf 3 til 10 og engin pása takk fyrir. Sé fram á að næstu vikur verði svona, svo það er eins gott að fara að undirbúa sig andlega... shiii..

En ég er farin að meditera eða eitthvað áður en ég fer á æfingu..já eða bara fróa mér..
-Bæ

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hver er þetta?
hvar er að skrifa á blogg systur minnar!!!
eitthvað drykkur á posh hóteli og sjálfsfróun..
hvaða þrítuga sex and the city kelling er þetta?
viltu segja systur minni að fara læra

13 nóvember, 2006 18:22  
Anonymous Nafnlaus said...

eg pannt hér með pláss í örukinni! Ég er afbragðs róari!

-Ragna

13 nóvember, 2006 18:43  
Blogger B said...

var okkur þrællt út?
ert þú farin að meditera?
(sagt í sérstökum tón)

og skammar þú svo mig fyrir að tala um gullgröft?

es. ég kem með í þennan bát

13 nóvember, 2006 23:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held þú verður nú að taka mig með í þennan bát. Í fyrsta lagi þarftu einhvern til að tjútta með, og svo varstu líka búin að lofa að hitta mig edrú einhverntíman - og ekki séns að eitthvað helvítis syndaflóð komi í veg fyrir það!

Enda væri frekar súrt ef að ég myndi deyja í syndaflóði, þar sem að ég flekklaus og blásaklaus engill sem lifað hefur í bómullarhnoðra alla sína ævi.

14 nóvember, 2006 09:09  

Skrifa ummæli

<< Home