föstudagur, nóvember 24, 2006

18 ára í Áþján

Stundum þá skil ég alls ekki afhverju í andskotanum ég er að þessu.
Afhverju er ég að þræla mér út marga klukkutíma á dag? Maður æfir og æfir þangað til maður er næstum farinn að æla og detta í gólfið, og þá þarf maður að gefa í. Ég meina, þetta er eins og að fara í 5 erobikk tíma á dag!
Og svo er þetta ekki einu sinni svo gaman.
Já, ég skil ekki afhverju ég er að þessu. Svo er maður líka sveittur allan daginn og fær afskaplega sjaldan að vera í fötum.

Hvaða snillingi datt í hug að gera listgrein þar sem þú ert í jafn mikilli æfingu og fimleikakona og þarf líka að sinna öllum hinum hliðum listgreinarinnar en að bara æfa. Og afhverju datt mér í hug að hafa áhuga á þessu?? nei ég bara spyr

nú sit ég allavega heima (í leotard) og er að drepast úr þreytu og líkaminn minn er eitthvað að væla.. ég held að ég sé að fara að fá nervous breakdown..

ég ætla í bað og horfa á þessa mynd, held að hún eigi við mig














Hvað? er ég dramatísk?

2 Comments:

Blogger B said...

ungi litli

þú hefur alltaf mig

og teresu og díu og þórunni og þær
ást

24 nóvember, 2006 20:09  
Anonymous Nafnlaus said...

hættu bara!


nei djók ekki gera það.
mundu: dans er lífið

25 nóvember, 2006 01:42  

Skrifa ummæli

<< Home