þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Afhverju er til svona rosalega mikið af leiðinlegum dansverkum! Ég hef séð miklu fleiri hundleiðinleg ot tilgangslaus dansverk heldur en flott dansverk.

Eins og til dæmis Cunningham, afhverju í anskotanum er hann einn frægasti danshöfundur heims? Hreyfingarnar hans eru eiginlega bara fáranlega, þær hafa engann tilgang og eru eiginlega bara frekar hlæginlegar. Og fólk borgar mörg þúsund til að sjá sýningar hans. ???
Nei sko við erum að tala um fólk í lituðum spandex göllum spriklandi um eins og fuglar. Jújú þau eru rooosa tæknileg.. en fyrirgefðu afhverju eruð þið að pósa í asnalegum stellingum og leika fugla? Að fólk skuli hafa þetta að atvinnu sinni! Nei ég meina hey, hvernig getiði tekið ykkur alvarlega?

hér er eitt Cunningham vídjó, þar sem fólk er að sprikla um í spandex galla úti í náttúrunni...úúúú ógislega site specific og spennandiii!! Mana ykkur til að horfa á þetta og segja að þið munduð borga fyrir að sjá svona!!



og Twyla Tharp... Hún ákvað að vera rooosa sniðug og láta ballerínur gera eitthvað nýtt! og hún lét ballerínu dansa inni í risa stóru dekki! VÚ fokking HÚ! og svo lét hún ballettstrák breika! shiiiit en creative!

nei í alvöru ég er komin með nóg!

5 Comments:

Blogger B said...

mér heyrist sumir vera eilítið pirrípú þessa dagana

14 nóvember, 2006 13:02  
Anonymous Nafnlaus said...

eg er sammala med cunningham.. veit ekkert hver hin gellan er.. en gott mal.. tu gerir ta bara eitthvad dansverk sem faer folk til ad fatta ad spandexfuglar eru ekki malid;)

14 nóvember, 2006 13:58  
Anonymous Nafnlaus said...

neeeeiiii..

þú verður einmitt bara að sýna ÞEIM HVERNIG Á AÐ GERA ÞETTA! GO RÓSA!

14 nóvember, 2006 21:37  
Anonymous Nafnlaus said...

hva.. viltu svo ekkert koma hingad og verda vitni af meistaraathofninni??? :(

15 nóvember, 2006 13:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Geturu bent mér á eitthvað skemmtilegt dansverk?

16 nóvember, 2006 13:05  

Skrifa ummæli

<< Home