fimmtudagur, mars 29, 2007

Veistu ekki hver ég er?

Í gær lennti ég í hlustunnarpartý fyrir nýju plötunna hennar Bjarkar. Björk lét auðvitað ekki sjá sig, en af virðingu fyrir hana þurftu allir að drepa í sígarettunum sínum og bannað var að reykja rétt meðan platan var spiluð. Þegar platan var búin fagnaði allt fólkið og kveikti sér í sígarettu. Allir þarna inni reyktu.

Þetta var s.s. haldið á kaffibarnum og var þetta "einnkapartý". Þar voru svona 15-20 manns, 5 camerumenn og svona 10 ljósmyndarar. Og sumum fannst skemmtilegra en öðrum að láta taka mynd af sér. T.d. einn ónefndur sem gekk hafði loftvélar-innkomu í slow motion ásamt vinum sínum. Þeir höfðu allir "veistu ekki hver ég er" svipinn á sér, en ég vissi ekkert hverjir þeir væru.

Platan var mjög góð.



Art must be beautiful
Artist must be beautiful

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha þessi innkoma (haha skrifaði fyrst innkona) var náttúrulega glæsilegri en allt.

en platan var fin ja ja
það var leiðinlegt að fara út í sígó
á kaffibarnum


ps. (haha skrifaði fyrst pz) eg sakna þin

29 mars, 2007 13:21  
Anonymous Nafnlaus said...

híhí

29 mars, 2007 19:39  
Anonymous Nafnlaus said...

haha ég elska þegar þú segir (haha ég skrifaði fyrst...)

30 mars, 2007 11:06  
Blogger Vigdís said...

þú hefðir bara átt að riðja þér leið að "ónefnda aðilanum" með "veistu ekki hver eg er svip á þér" og stela senunni.

jabb

haha ég skrifaði fyrst gabb
hahahahahahah djööööööööök.

ok bæ

02 apríl, 2007 16:00  

Skrifa ummæli

<< Home