miðvikudagur, október 04, 2006

fabel í bretchtískum skilningi

Já núna er Pina að pína mig pínu lítið
(núh ég bara reiti útúr mér orðaleikina)
og hún mun líklegast gera það fram á nótt ef ég á að komast upp í 3000 orð í þessari ritgerð
Litli bróðir minn er að skrifa sögu í sögubók sem á að vera hálf blaðsíða í aðrahverja línu. Hann ætlar að hoppa niður svalirnar.

Verkefni fyrir morgundaginn: "finna sjálfa þig"! sjíses, ég er í sálrænum herbúðum

Ég er að lesa svo skemmtilegt og hlusta á svo fallegt lag að ég halla undir flatt

Um sófa

Einu sinni var stelpa sem var búin að sofa í flestum sófum bæjarins vegna þess að hún hafði enga stjórn á því sem var að gerast í höfðinu.

Einu sinni var kona sem tók ekki mark á neinu nema auglýsingum hún átti níu sófasett en bara einn mann og hann var einsog klipptur út úr auglýsingu og passaði svo ver í einn sófann svo að hún fékk sér átta menn í viðbót en átti í standandi vandræðum með að sjá hver passaði í hvaða sófa

einu sinni var sófi sem lá úti í garði, brotinn og bramlaður og úr lagi genginn og helst að sjá að honum hefði sparkað með offorsi og látum út úr húsinu og þegar betur var að gáð mátti greina að það lá maður í sofanum sem var ekki með nokkru móti hægt að bera kennsl á en það var deginum ljósara að hann var að horfa á sjónvarpið.

Um bull

"meiri vitleysan í þér barn.." segir mamma stundum. Þá veit ég að mér hefur tekist að setja eitthvert líf í það sem ég er að segja. Sérstaklega þegar hún bætir við síðasta orðinu...."barn"...


jæja nú er ég búin að halla undir flatt og nú þarf ég að hætta að bulla.. blablabla... og fara að læra... (eða bulla í sögubókina hans Bjarka)

-okei bara bæ

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Andrea: þetta er bara ég að láta þig vita að ég las bloggfærslu dagsins.... barn.

04 október, 2006 23:28  
Anonymous Nafnlaus said...

hae smulsa.
ja tad er greinilegt a bullinu ad tad er mikid ad gera hja ter og kollurinn tarf svefn.
eg hins vegar er ordin mjog productive og set meira segja bara einn punkt eftir setningu. (sastu?)
kv. V (tokstu eftir tessu lika?)

05 október, 2006 11:38  
Anonymous Nafnlaus said...

btw.. eg er buin ad svara ollum kommentunum tinum a minu bloggi;)
(vid hljomum mjog leidilegar a teim kommentum.. haha.. mjog fyndid)eitthvad um smjor og upplifun..ppfff

05 október, 2006 12:14  
Anonymous Nafnlaus said...

æjj koddu bara út að leika og hættu þessu bulli!

p.s. eg er buin að lesa bloggið og kommenta

plús í kladdann minn

kveðja peðja selja
ÉG

05 október, 2006 12:33  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað er þetta á ekkert að fara að blogga!
- bloggfan nr.1

06 október, 2006 10:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Rósa.. viltu gera mér mega greiða og leita að heittelskuðu rauðu adidas buxunum mínum sem ég sakna sárt og eru í einhverjum poka hjá þér?

ástarkveðja,
Andrea

07 október, 2006 13:42  

Skrifa ummæli

<< Home