hafliði verður ekki að liði í kvöld
Nú sit ég heima í náttkjól með kaffi og myrkur í kringum mig. Það er kósý.
a la berglind/steinun:
nú sit ég ofan á stólnum, fyrir framan tölvuna, innan í náttkjólnum, við hliðina á kaffibollanum, unvafin mykri og birtu frá tölvunni, ofaní ullarsokkunum, á mér liggja heyrnatól, og tónlist er innan í eyrunum, í kringum mig er drasl, við hliðina á mér er stílabók, fyrir ofan mig er loft og ljós (sem er slökkt) og ég er umvafin vanillulykt. Klukkan er þrjú og ofan á augnlokunum hvílir þreyta.
Ég þarf sem sagt að vaka í alla nótt. Ekki af því að ég er svo rosalega upptekin manneskja og að mig vannti klukkutíma í sólarhriginn og get því ekki sofið. Nei einmitt öfugt. Ég er bara svo djöfulli mikill frestari.
En þegar ég var að fara í gegnum stílabókina mína/vinnu dagbók, fyrir þessa ritgerð, fattaði ég hvað þessi önn er búin að vera fín! Þetta er held ég bara skemmtilegasta önn sem ég hef upplifað. Við erum búin að vinna svo rosalega mörg skemmtileg verkefni og sýna svo mikið að það er æði! Og næsta önn verður betri! Vú fokking Hú
Það er að segja ef ég ætla að hætta að vera Lata stelpan, það Lata stelpan er víst höfuðsynd, ásamt tvívirkni.
Lata stelpan var skítug og löt, og allir diskarnir hennar og skeiðarnar, og meira að segja rúmið hennar flúðu öll að heiman. En hún átti kött sem tók hana í meikóver og gerði hana að rosalegri húsmóður. En ég á engan kött.
Svoo það er lítið hægt að gera í málinu..
bæ
a la berglind/steinun:
nú sit ég ofan á stólnum, fyrir framan tölvuna, innan í náttkjólnum, við hliðina á kaffibollanum, unvafin mykri og birtu frá tölvunni, ofaní ullarsokkunum, á mér liggja heyrnatól, og tónlist er innan í eyrunum, í kringum mig er drasl, við hliðina á mér er stílabók, fyrir ofan mig er loft og ljós (sem er slökkt) og ég er umvafin vanillulykt. Klukkan er þrjú og ofan á augnlokunum hvílir þreyta.
Ég þarf sem sagt að vaka í alla nótt. Ekki af því að ég er svo rosalega upptekin manneskja og að mig vannti klukkutíma í sólarhriginn og get því ekki sofið. Nei einmitt öfugt. Ég er bara svo djöfulli mikill frestari.
En þegar ég var að fara í gegnum stílabókina mína/vinnu dagbók, fyrir þessa ritgerð, fattaði ég hvað þessi önn er búin að vera fín! Þetta er held ég bara skemmtilegasta önn sem ég hef upplifað. Við erum búin að vinna svo rosalega mörg skemmtileg verkefni og sýna svo mikið að það er æði! Og næsta önn verður betri! Vú fokking Hú
Það er að segja ef ég ætla að hætta að vera Lata stelpan, það Lata stelpan er víst höfuðsynd, ásamt tvívirkni.
Lata stelpan var skítug og löt, og allir diskarnir hennar og skeiðarnar, og meira að segja rúmið hennar flúðu öll að heiman. En hún átti kött sem tók hana í meikóver og gerði hana að rosalegri húsmóður. En ég á engan kött.
Svoo það er lítið hægt að gera í málinu..
bæ
1 Comments:
ha? kattmenntir?
Skrifa ummæli
<< Home