laugardagur, desember 23, 2006

im not jolly im drunk















jæja þá er bara kominn Láki! Eða Þorláksmessa eins og flestir kjósa að kalla það. Fólk er alveg eins og þeytipíkur um strætin að reyna að klára allt sem þarf að gera fyrir jólin. Nema ég. Ég er þunn. En ég á eftir að kaupa þrjár jólagjafir sem ég veit EKKERT hvað getur verið, og þrífa roooosalega mikið. En ég get ekki hreyft mig því að ég tók svo mörg staup í gær
well what can you do..svona eru jólin!

miðvikudagur, desember 13, 2006

berglind eg elska þig

þetta blogg er tileinkað beggu

en ég er þreytt og veik og ætla ekki að blogga því það verður leiðinlegt...bæ

laugardagur, desember 09, 2006

We rob banks!

Ég hef ákveðið hvað ég vil gera við líf mitt.. da daradaaa!

Ég ætla að hætta öllu kjaftæði og verða heimsfrægur bankaræningi. Ferðast um heiminn og ræna banka og flýja með rosalega myndarlegum karlmanni.
Við getum verið næstu Bonnie og Clyde.




















Já þá væri lífið grand!

Nú vantar mig bara rosalega myndarlegann karlmann með hatt til að ferðast með mér. Sjálfboðaliðar?

föstudagur, desember 08, 2006

e.tv i þynkunni

SKO

þegar þú ert í national telivision.. ekki vera alltaf GRENJANDI!

Þúst people.. REALIZE IT

kveðja Kristján Orri



helvítist grenjuskjóður alltaf í sjónvarpinu. þúst aummingjar. get a grip.
eina sem er í sjónvarpinu eru berrassaðar djammgellur og grenjuskjóður
Britney, farðu í nærbuxur..

mánudagur, desember 04, 2006

Flickr

Þar sem ég hef ekkert að gera því ég er búin í prófum, þá var ég að vafra um flickr (sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, og komst að því að það reynist mjög skemmtielg afþreyging)

Ég hef sem sagt ákveðið að héðan í frá munuð þið ekki sjá mig hangandi á kaffihúsum eða spígsporandi um bæinn. Heldur ætla ég að vera heima að taka milljón myndir af sjálfri mér og overphotoshoppa þær og gera mig ógeðslega sæta og setja svo á netið undir yfirskriptum líkt og; "sad" "happy" "nervous breakdown" "wakeing up is hard" "i can't sleep" "my coffie tastes good" og svo framvegis og svo framvegis...Kalla mig svo professional ljósmyndara. Það virðist allavega vera málið í dag! (ég vona að flestir professional ljósmyndarar hafi eitthvað áhugaverðara myndefni en sjálfan sig til að mynda...)

Þarf fólk bara að documentera allt sem þau gera í hinu daglega lífi með myndavélum?

(ég er í smá nostalgíu kasti frá því þegar maður var lítill og fór að "myndavéla-flippa" með vinkonum sínum..)

allavega...get ekki verið að því að blogga..þarf að mála mig og taka svo spegla myndir af mér..naktri helst

hafliði verður ekki að liði í kvöld

Nú sit ég heima í náttkjól með kaffi og myrkur í kringum mig. Það er kósý.

a la berglind/steinun:
nú sit ég ofan á stólnum, fyrir framan tölvuna, innan í náttkjólnum, við hliðina á kaffibollanum, unvafin mykri og birtu frá tölvunni, ofaní ullarsokkunum, á mér liggja heyrnatól, og tónlist er innan í eyrunum, í kringum mig er drasl, við hliðina á mér er stílabók, fyrir ofan mig er loft og ljós (sem er slökkt) og ég er umvafin vanillulykt. Klukkan er þrjú og ofan á augnlokunum hvílir þreyta.

Ég þarf sem sagt að vaka í alla nótt. Ekki af því að ég er svo rosalega upptekin manneskja og að mig vannti klukkutíma í sólarhriginn og get því ekki sofið. Nei einmitt öfugt. Ég er bara svo djöfulli mikill frestari.

En þegar ég var að fara í gegnum stílabókina mína/vinnu dagbók, fyrir þessa ritgerð, fattaði ég hvað þessi önn er búin að vera fín! Þetta er held ég bara skemmtilegasta önn sem ég hef upplifað. Við erum búin að vinna svo rosalega mörg skemmtileg verkefni og sýna svo mikið að það er æði! Og næsta önn verður betri! Vú fokking Hú

Það er að segja ef ég ætla að hætta að vera Lata stelpan, það Lata stelpan er víst höfuðsynd, ásamt tvívirkni.

Lata stelpan var skítug og löt, og allir diskarnir hennar og skeiðarnar, og meira að segja rúmið hennar flúðu öll að heiman. En hún átti kött sem tók hana í meikóver og gerði hana að rosalegri húsmóður. En ég á engan kött.

Svoo það er lítið hægt að gera í málinu..